top of page

Golfvöllurinn



Hérna eru lýsingar og myndir af brautunum.

 

 

Hola 1

Hallur segir:

Á þessari braut eru nokkrar hættur , helst er það trén vinstra meginn og ekki er gotta að vera út í grasinu hægra meginn , þá ert þú ekki í góðum málum. Ef slegið er út fyrir girðingu hægra meginn þá ert þú kominn út fyrir vallarmörk. Þetta er ekki erfið braut og er mikil fuglahola , einnig hafa komið ernir á þessari holu .

 

 

 

 
Hola 2

Hallur segir:

Á þessari braut eru ekki miklar hættur en þó ber að varast að vera ekki út í grasinu hægra meginn , þá ert þú ekki í góðum málum. Berta er að vera vinstra meginn og er þá fuglinn vís. 

 

 

 

 

 

 

 

Hola 3

Hallur segir:

Þetta er skemtileg braut, hestagirðing hægra meginn sem markar vallar mörkin og melar vinstra meginn sem ekki er gott að vera í. Best er að slá öruggt högg í miðja brekku og taka svo annað högg inn á flöt.

Par þykir gott á þessari holu..

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hola 4

Hallur segir:

Þessi hola er ekki löng og í fyrstu virðist hún einföld en margir hræðast gilið og hefur það gleypt marga bolta, gætið ykkar  því ekki er gott að vera of langur og því síður að vera hægra meginn því þar er bæði hátt gras og mosi. Þessi hola gefur oft fugl.

 

 

 

 

 

 

 

 

Hola 5

Hallur segir:

Þetta er mikil fugla hola , ekki eru miklar hættur á þessari holu en þó geta högg lengri kylfingar lent í miklu grasi hægra meginn ef höggið er ekki beint.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hola 6

Hallur segir:

Þessi hola er gríðalega skemtileg, slá þarf yfir tré og nokkuð blint. Þarna getur vindur haft mikil áhrif , oft er vindur uppi en logn niðri á flöt og getur verið erfitt að velja réttu kylfuna, betra er að vera of langur á þessari holu þar sem erfitt getur verið að komast út úr trjánum eða yfir þau þegar neðar í brekkuna kemur.

Par er gott á þessari holu.


 

 

 

 

 

 

Hola 7

Hallur segir:

Þessi hola er ekki löng og í fyrstu virðist hún einföld, en gætið ykkar  því ekki er gott að vera of langur og því síður að vera hægra meginn því þar er bæði hátt gras og tré. Þessi hola gefur oft fugl.

 

Hola 8

Hallur segir:

Þessi hola getur verið slungin , hún gefur möguleika á að fara beint inn á flöt en það eru hættur beggjavegna brautar .

Gott er að fá par á þessari holu.

 

 

 

 

 

Hola 9

Hallur segir:

Á þessari þarf að vera á braut , það er erfitt að vera utan brautar vegna  hárra sinu og mosa beggja vegna brautar.

Gott að fá par á þessari holu.

bottom of page